Project Description
Silver Doctor
Allir veiðimenn þekkja Doctor flugurnar, þessar gömlu góðu klassísku, litríkar og veiðilegar. Þeirra þekktust er líklega Black Doctor, en núna í seinni tíð Silver Doctor, en blue Doctor er sú sem er að týnast. Fyrir utan það að þær eru gríðalega fallegar og veiðnar, þá má þekkja þær á rauðum ullar loðkraga aftarlega og fremst á flugunni. Þær eru frekar auðveldar að hnýta sem hárflugur, en það vandast aðeins verkið þegar út í þá klassísku kemur.